lífið á herningvej


sunnudagur, janúar 18, 2004  

hahah- ég ætlaði í gymmið fyrir klukkutíma síðan en sit enn hér fyrir framan tölvuna mína elskulegu og surfa...það er ótrúlegt hvað margir hafa mikið að segja, ég er alltaf jafn hissa á því hversu margir eiga sér bloggsíðu....var einmitt að tjékka á síðunni hennar ýrrar...og hún var sem sagt að bæta inn fullt af linkum á lið út í bæ sem er að tjá sig...gaman að þessu (sérstaklega fyrir forvitnar sálir)

Annars af mér að frétta; mest lítið að gerast hér i Árósarbæ, ég er búin að vera svolítið í innkaupunum síðustu daga (jólapjéningarnir sko) og búin að fjárfesta í skóm og jakka og buxum...já já já nóg af að taka á útsölunum. Ég varð reyndar fyrir heljarinnar vonbrigðum með HogM - þeir eru glataðir í útsölunum, þeir setja bara eitthvað eldgamalt drasl fram og ætlast til að maður kaupi það!

Búin að vera svolítið að velta fyrir mér þjóðsöng okkar íslendinga. Hvað er málið með að íslendingar syngi hann bara EKKI. Ég var nefnilega að horfa á ísl- dk í handbolta á fimmtudaginn og eins og vant er eru þjóðsöngvarnir spilaðir áður en leikurinn byrjar. Fyrst sá íslenski og enginn syngur með! Jú, leikmennirnir raula svona með sér...þeir reyna þó. En enginn af áhorfendum tekur undir (og það voru þó nokkrir ísl áhorfendur þarna). Svo kemur danski þjóðsöngurinn og bókstaflega ALLLIR syngja með...já mér fannst þetta svoltiðið svekkelsi þar sem við íslendingar eru svo stolt af okkur í alla staði en eitthvað vantar þarna upp á. Jú ég veit að þetta er ekki léttasta lag í heimi...en samt :-(

en við unnum þó leikinn ...jey!

vá verð að fara að hætta þessu rugli

bletz

posted by Arny | 19:00
myndirnar okkar:
Myndir
Myndir í öðru
Myndir í þriðja
Myndir í fjórða
fólkið:
Halli og Helga
Herborg
Auður
Tinna
Ýrr
María bókmenntafræðingur
Sars
Brynja og Trausti
Svala
Steinunn og Atli flugmaður
Bjórlistinn
Snatak
Jan Teigen
Maja
Arnar og Dröfn
Guffi
Dabbi Hedtoft
85 party
annað skothelt:
árnýjar skóli
ragga skóli
morgunblaðið góða
politiken
baggalútur
archives
archives
Weblog Commenting by HaloScan.com